Halldór Baldursson

Halldór Baldursson er fæddur árið 1965 og hefur starfað sem teiknari frá árinu 1989. Síðan 2005 hefur hann aðallega teiknað pólitískar skopmyndir í dagblöð. Á ferlinum hefur Halldór mundað teiknipennann fyrir fjölbreytilegustu málefni, allt frá Námsgagnastofnun til auglýsingastofa og myndskreytt tugi bóka, sérstaklega barnabóka.

Hann hefur verið einn forvígismanna teiknimyndatímaritsins GISP! frá stofnun þess árið 1989 og kennt myndskreytingu í Listaháskóla Íslands frá árinu 1999. Halldór hefur teiknað í Viðskiptablaðið frá 1993 og í félagi við Þorstein Guðmundsson skapaði hann Ömmu Fífí sem birtist í DV milli 2000 og 2002. Halldór Baldursson teiknaði daglega skopmyndir í Blaðið/ 24stundir frá því í september 2005 þar blaðið var lagt niður í október 2008. Síðan þá hefur Halldór tekið við sem skopteiknari Morgunblaðsins.

Halldór hlaut hönnunarverðlaun og viðurkenningar FÍT í flokki myndskreytinga árin 2002, 2004, 2006 og 2008. Þá fékk hann bókaverðlaun barnanna 2005 fyrir Fíusól eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur og Íslensku barnabókaverðlaunun 2006 fyrir Prinsessuna undurfögru og hugrakka prinsinn hennar eftir Margréti Tryggvadóttur. Hann var tilnefndur til blaðamannaverðlauna fyrir skopmyndir sína 2007 og heiðursverðlauna Myndstefs sama ár.

Halldór er giftur Sigríði Melrós Ólafsdóttur, Sýningarstjóra á Listasafni Íslands og myndlistarmanni , og á með henni þrjá stráka.

  

Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Halldór Kristján Baldursson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband