Medúsa flekinn

Það er ekki seinna vænna að flagga áramótamynd hér á blogginu. Ég byggði áramótamyndina fyrir Viðskiptablaðið á einhverju mesta snilldarverki listasögunnar, Medúsa flekanum eftir Géricault.

 

Þó ég nái aðeins að enduróma brotabrot af snilldinni í minni endurgerð þá hjálpar það til að hafa svona meistaraverk til hliðsjónar þegar maður gerir upp árið.Áramót2008-9 Géricault byggði myndina á þeim atburðum þegar freigátan Medúsa fórst undan stönd vestur Afríku 5. júlí 1816. 147 manns komust á flekann sem var í fyrstu togaður áfram af björgunarbátum en síðan látinn sigla sinn sjó. Aðeins örfáir lifðu af 13 daga á reki þar til þeim var bjargað. 

 

Kannski líður okkur vesalingum hér á Íslandi eins og björgunarbátarnir hafi yfirgefið okkur og við þurfum að láta reka í von um kraftaverk. Við héldum alltaf að vinir okkar myndu draga okkur að landi. Eða hvað?


Til hamingju Íslendingar

1024_gaypride_2007Árið 2007 tók ég þátt í að fegra ímynd Landsbankans. Mér hlaust sá heiður að teikna Hátíðaseríu Landsbankans það árið. 10 hlaðnar opnumyndir, fullar af galsa, gleði, gríni og sögulegum fróðleik. Til birtinga í helstu dagblöðum landsins. Flottara illustrationdjobb var ekki hægt að fá á Íslandi. Meginþema myndanna eru hamingjuóskir til Íslendinga vegna hátíðadaga landsmanna. Konur fá hamingjuóskir vegna 19.júni, hommum er óskað til hamingju með hinsegin daga og verkalýðurinn fær knús í tilefni af 1. maí svo eitthvað sé nefnt.  

 Ekki hvarlaði að mér að þarna væri ég að taka þátt í að byggja upp óþarflega mikið traust almennings á banka sem ekki væri traustsins verður.  Ég er viss um að sama verður sagt um hið góða fólk í markaðdeild Landsbankans og á auglýsingastofunni Góðu fólki, sem vann með mér að verkefninu. Himininn virtist heiður og blár og ekkert nema gott um það að segja að bankinn skyldi hafa dug í sér að dæla út hamingjuóskum til þeirra sem áttu það skilið. Vera með okkur í að búa til betra samfélag. Ekki það að ég hafi ekki haft efasemdir um þróun íslensku bankanna. Í dagdjobbinu mínu fyrir Viðskiptablaðið og 24stundir var ég fullur efasemda eins og sjá má á þessari fiskamynd mynd frá því upphafi árs 2007. 378Bankar

 Ég var býsna ánægður með útkomuna á hátíðaseríunni. Plaggötin hanga enn uppi á vegg hjá mér á vinnustofunni, en með með hverjum deginum verður ankanalegra að horfa upp á kveðjuna; Til hamingju Íslendingar.


Endurlífgað blogg

Neðanmáls682 lNeðanmáls680 lNeðanmáls688 lNeðanmáls686 lNeðanmáls689 lNeðanmáls687 lNeðanmáls683 lÆtli það sé ekki kominn tími til að endurlífga þetta blogg sem er búið að vera í dái síðan í byrjun árs 2007. Ritstjórnarstefnan hefur ekki verið mótuð en til að byrja með hef ég skellt inn nokkrum myndum sem ég hef teiknað í hið lífseiga Viðskiptablað frá upphafi kreppunnar.Neðanmáls685 l

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband