Medúsa flekinn

Það er ekki seinna vænna að flagga áramótamynd hér á blogginu. Ég byggði áramótamyndina fyrir Viðskiptablaðið á einhverju mesta snilldarverki listasögunnar, Medúsa flekanum eftir Géricault.

 

Þó ég nái aðeins að enduróma brotabrot af snilldinni í minni endurgerð þá hjálpar það til að hafa svona meistaraverk til hliðsjónar þegar maður gerir upp árið.Áramót2008-9 Géricault byggði myndina á þeim atburðum þegar freigátan Medúsa fórst undan stönd vestur Afríku 5. júlí 1816. 147 manns komust á flekann sem var í fyrstu togaður áfram af björgunarbátum en síðan látinn sigla sinn sjó. Aðeins örfáir lifðu af 13 daga á reki þar til þeim var bjargað. 

 

Kannski líður okkur vesalingum hér á Íslandi eins og björgunarbátarnir hafi yfirgefið okkur og við þurfum að láta reka í von um kraftaverk. Við héldum alltaf að vinir okkar myndu draga okkur að landi. Eða hvað?


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Agný

Flottar teikningar hjá þér ....

Agný, 15.1.2009 kl. 13:12

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Yndislegar myndskýringar!   Þú ættir að sjá um forsíðu Moggans á hverjum degi!   Frábært.

Baldur Gautur Baldursson, 26.1.2009 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband