Til hamingju Íslendingar

1024_gaypride_2007Árið 2007 tók ég þátt í að fegra ímynd Landsbankans. Mér hlaust sá heiður að teikna Hátíðaseríu Landsbankans það árið. 10 hlaðnar opnumyndir, fullar af galsa, gleði, gríni og sögulegum fróðleik. Til birtinga í helstu dagblöðum landsins. Flottara illustrationdjobb var ekki hægt að fá á Íslandi. Meginþema myndanna eru hamingjuóskir til Íslendinga vegna hátíðadaga landsmanna. Konur fá hamingjuóskir vegna 19.júni, hommum er óskað til hamingju með hinsegin daga og verkalýðurinn fær knús í tilefni af 1. maí svo eitthvað sé nefnt.  

 Ekki hvarlaði að mér að þarna væri ég að taka þátt í að byggja upp óþarflega mikið traust almennings á banka sem ekki væri traustsins verður.  Ég er viss um að sama verður sagt um hið góða fólk í markaðdeild Landsbankans og á auglýsingastofunni Góðu fólki, sem vann með mér að verkefninu. Himininn virtist heiður og blár og ekkert nema gott um það að segja að bankinn skyldi hafa dug í sér að dæla út hamingjuóskum til þeirra sem áttu það skilið. Vera með okkur í að búa til betra samfélag. Ekki það að ég hafi ekki haft efasemdir um þróun íslensku bankanna. Í dagdjobbinu mínu fyrir Viðskiptablaðið og 24stundir var ég fullur efasemda eins og sjá má á þessari fiskamynd mynd frá því upphafi árs 2007. 378Bankar

 Ég var býsna ánægður með útkomuna á hátíðaseríunni. Plaggötin hanga enn uppi á vegg hjá mér á vinnustofunni, en með með hverjum deginum verður ankanalegra að horfa upp á kveðjuna; Til hamingju Íslendingar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Vandamálið við bankabáknin var að þeir fengu ekki eðlilega gagnríni á sínum tíma og því engin til að taka undir skynsemiskór Þorvald Gylafasonar um að allt væri á leiðinni til andskotans. Orsökin æpir á hvern þann sem vill sjá það- Bankarnir ausuðu í blöðin peninga í formi auglýsinga og brauðfærðu þannig heilu og hálfu auglýsingarstofunnar.

Ekki halda samt að ég áfelli þig. Þetta er þín vinna og einhvern veginn verður fólk að halda í sér líftórunni.

Ég er svo lánsamur að hafa alltaf verið í nöp við bankakerfið og er þá meira að samfélagið sé núna meira í takt við lífsviðhorf mín en öfugt.  

Brynjar Jóhannsson, 17.12.2008 kl. 19:15

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Já vel á minnst ... ég gleymdi að segja að mér þykir þetta virkilega flottar teikningar hjá þér.

Brynjar Jóhannsson, 17.12.2008 kl. 19:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband